Innlent

Ekið heim eftir „smá upp­steyt“ í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti fjölbreyttum en minniháttar verkefnum í nótt.
Lögregla sinnti fjölbreyttum en minniháttar verkefnum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna þjófnaðar í matvöruverslun.

Þá var manni vísað úr verslun vegna annarlegrar hegðunar og ofurölvi konu ekið heim til sín eftir „smá uppsteyt“ í miðborginni.

Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í geymslur í fjölbýli.

Tvær tilkynningar bárust um umferðaróhöpp en í öðru tilvikinu reyndist annar ökumannanna án ökuréttinda og í hinu leikur grunur á um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í því tilviki.

Einn var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í tengslum við þriðja umferðaróhappið sem lögregla kom að og þá var annar ökumaður handtekinn undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×