Sport

Ó­létt af Ólympíu­meistara þegar hún stóð sjálf á verð­launa­pallinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Noemie Fox kyssir Ólympíugullið á verðlaunapallinum og það má sjá gleðitár.
Noemie Fox kyssir Ólympíugullið á verðlaunapallinum og það má sjá gleðitár. Getty/Kevin Voigt

Ástralinn Noémie Fox varð Ólympíumeistari í kajakkrossi á Ólympíuleikunum í París og fylgdi þar með í fótspor bæði systur sinnar og móður sem höfðu báðar unnið til verðlauna á Ólympíuleikum.

Noémie vakti sjálf athygli á því að það væri hreinlega í blóðinu hennar að vinna Ólympíuverðlaun.

Móðir hennar, Myriam Fox-Jerusalmi, var nefnilega ófrísk af Noémie þegar hún vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Myriam vann sín verðlaun í kanósvigi.

Noémie sagði frá þessu á samfélagsmiðlum og birti þá myndband af sér leika sér með þessi tvö verðlaun, bronsverðlaun móðurinnar frá 1996 og gullið sitt frá 2024.

„Þetta er í blóðinu. Litla baunin var í maganum á verðlaunapallinum árið 1996 og varð síðan Ólympíumeistari í París 2024,“ skrifaði Noémie við myndbandið sem má sjá hér.

Móðir hennar er þjálfari Noémie í dag.

Stóra systir hennar Jessica Fox vann tvenn gullverðlaun á leikunum í París og hafði einnig unnið eitt gull á síðustu leikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×