Rúnar Páll skýtur á KR: Svona vinna „snillingarnir í Vesturbænum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2024 19:33 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir Matthias Præst vita upp á sig sökina en skýtur föstum skotum á KR-inga. Vísir/Pawel Spjót hafa beinst að Matthiasi Præst, leikmanni Fylkis, í vikunni eftir að KR tilkynnti um skipti hans í Vesturbæinn að leiktíðinni liðinni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gagnrýnir starfshætti KR-inga. Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira