Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 22:02 Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi í kvöld. AP/Gianni Gattus/dpa Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á 650 ára afmælishátíð Solingen, um 160.000 manna bæjar í vestanverðu Þýskalandi, um klukkan 21:45 að staðartíma, 19:45 að íslenskum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir lögreglu að árásarmaðurinn sé talinn hafa verið vopnaður hnífi og að hann gangi enn laus. Það hefur jafnframt eftir þýska blaðinu Bild að maðurinn hafi stungið fólk handahófskennt. Umfangsmikil leit stendur yfir af morðingjanum sem er ókunnur lögreglu á þessari stundu. Staðarblaðið Solingen Tageblatt segir að margir hátíðargestir hafi ekki orðið varir við árásina fyrr en skipuleggjendur tilkynntu að viðburðum hefði verið aflýst klukkan 22:00 að staðartíma. Tim Kurzbach, bæjarstjóri Solingen, skrifaði á Facebook í kvöld að bæjarbúar væru í áfalli. Þeir hafi ætlað að fagna afmæli bæjarsins en þurfi nú að syrgja látið fólk. „Það veldur mér djúpum harmi að árás hafi átt sér stað í bænum okkar,“ skrifaði Kurzbach. Fréttin hefur verið uppfærð. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á 650 ára afmælishátíð Solingen, um 160.000 manna bæjar í vestanverðu Þýskalandi, um klukkan 21:45 að staðartíma, 19:45 að íslenskum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir lögreglu að árásarmaðurinn sé talinn hafa verið vopnaður hnífi og að hann gangi enn laus. Það hefur jafnframt eftir þýska blaðinu Bild að maðurinn hafi stungið fólk handahófskennt. Umfangsmikil leit stendur yfir af morðingjanum sem er ókunnur lögreglu á þessari stundu. Staðarblaðið Solingen Tageblatt segir að margir hátíðargestir hafi ekki orðið varir við árásina fyrr en skipuleggjendur tilkynntu að viðburðum hefði verið aflýst klukkan 22:00 að staðartíma. Tim Kurzbach, bæjarstjóri Solingen, skrifaði á Facebook í kvöld að bæjarbúar væru í áfalli. Þeir hafi ætlað að fagna afmæli bæjarsins en þurfi nú að syrgja látið fólk. „Það veldur mér djúpum harmi að árás hafi átt sér stað í bænum okkar,“ skrifaði Kurzbach. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22