Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 14:43 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira