Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:02 Davíð Smári á hliðarlínunni í dag. Vísir/Anton Brink Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum
Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira