Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:02 Davíð Smári á hliðarlínunni í dag. Vísir/Anton Brink Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira
Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum
Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira