Innlent

Leitin á Breiða­merkur­jökli í myndum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sérþjálfað björgunarsveitarfólk með reynslu af aðstæðum á jöklum tekur þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli.
Sérþjálfað björgunarsveitarfólk með reynslu af aðstæðum á jöklum tekur þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli. Samsett mynd/Vísir - Landsbjörg

Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð.

Aðstæður eru nokkuð krefjandi á vettvangi en veðurskilyrði með ágætum til leitar í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis er á vettvangi þar sem hann tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna aðgerðir á svæðinu. 

Frá aðgerðum úr lofti.Vísir/Vilhelm
Aðgerðastjórn á vettvangi við jökulinn.Vísir/Vilhelm
Aðstæður eru krefjandi á jöklinum.Vísir/Vilhelm
Tjaldbúðir hafa verið settar upp skammt frá jökulsporðinum.Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir, lögregla, sjúkralið og aðrir viðbragðsaðilar eru með búnað sinn, bíla og græjur á og við jökulinn.Vísir/Vilhelm

Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, var einnig staddur á vettvangi í gær þar sem hann tók meðfylgjandi myndir.

Fleiri tugir viðbragðsaðila hafa tekið þátt í aðgerðum frá því í gær.Vísir/RAX

Bílar björgunarsveita á svörtum ísnum.Vísir/RAX

Líkt og áður segir tekur fjöldi björgunarsveitafólks þátt í aðgerðum en myndirnar að neðan eru frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Þyrlur landhelgisgæslunnar hafa jafnframt verið nýttar við aðgerðir.Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Leitað hefur verið bæði í myrkri og björtu.Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×