Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 19:26 Alfreð hefur leikið sinn síðasta landsleik. Vísir/Hulda Margrét Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag. Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira