Íslenski boltinn

Stúkan: „Kenni­e Chopart, hvad la­ver du?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kennie í leiknum gegn KA.
Kennie í leiknum gegn KA. Vísir/Diego

Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir varnarleik Fram en liðið mátti þola 2-1 tap á heimavelli í síðasta leik sínum í Bestu deild karla. Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins, velti einfaldlega fyrir sér hvað Kennie Chopart og félagar í öftustu línu væru að gera.

„Ég átti aldrei von á því að ég myndi byrja umræðu um einhvern leik svona,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Albert Brynjar fékk orðið.

„Það var ekki mikið af færum í þessum leik en mér fannst munurinn á þessum liðum fannst mér að spila út frá öftustu línu og skipulagið,“ bætti Albert Brynjar við. Í kjölfarið ræðir hann skipulagið á Fram-liðinu þar sem Kennie Chopart fer upp úr vörninni. Sömu sögu má segja um Alex Frey Elísson og Harald Einar Ásgrímsson.

„Það voru tækifæri refsa þeim en KA-menn gerðu það ekki þarna,“ sagði sérfræðingurinn áður en sýnt var þegar Viðar Örn Kjartansson refsaði heimamönnum og kom KA yfir.

„Hvert er Brynjar Gauti (Guðjónsson) að hlaupa? Eins og hann sé að fara hlaupa út af vellinum, þarna á hann bara að vera búinn að stoppa. Hann stoppar alltof seint, gefur Viðari Erni að fara inn á hægri fótinn. Flott hjá Viðari Erni en Brynjar Gauti í tómu basli þarna.“

„Kennie Chopart, hvad laver du? Setur bara fótinn út,“ sagði Albert Brynjar um heldur einfalda sókn KA ekki löngu eftir að Akureyringar komust yfir.

Klippa: Fram í vandræðum með vörnina

„Þeir voru í miklu basli í öftustu línu og gátu ekki varist fyrirgjöfum inn á teig,“ bætti Albert Brynjar einnig við en umræðuna um varnarleik Fram í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×