Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 10:31 Sjúkraþjálfarar Barcelona hjálpa hér Marc Bernal af velli í gær en hann er alveg niðurbrotinn. Getty/Denis Doyle Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira