Lífið samstarf

Ein­stök saga sem á erindi við okkur öll

Þjóðleikhúsið
Kobrún Dögg Kristjánsdóttir, t.v., er höfundur leikverksins Taktu flugið, beibí! sem frumsýnt verður  fimmtudaginn 12. september. Við hlið hennar er Ilmur Kristjánsdóttir sem leikstýrir verkinu.  Mynd/Þjóðleikhúsið.
Kobrún Dögg Kristjánsdóttir, t.v., er höfundur leikverksins Taktu flugið, beibí! sem frumsýnt verður  fimmtudaginn 12. september. Við hlið hennar er Ilmur Kristjánsdóttir sem leikstýrir verkinu.  Mynd/Þjóðleikhúsið.

Taktu flugið, beibí! er glænýtt íslenskt verk sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 12. september.

Verkið er eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur og er þetta verk hennar í atvinnuleikhúsi. Hún hefur um árabil lifað með líkamlegri skerðingu sem hefur ágerst með aldrinum. Í verkinu Taktu flugið, beibí segir hún sína eigin sögu og leiðir okkur í gegnum sitt eigið lífshlaup, baráttu sinni fyrir framtíð, sjálfstæði og réttindum, og leit að ást og tengslum. Taktu flugið, beibí er einstök saga sem á erindi við okkur öll, saga um framtíðardrauma, ást, fjölskylduna, baráttu og sigra.

Kolbrún hefur lokið námi af sviðshöfundabraut LHÍ og meistaranámi í ritlist við HÍ, og er þetta fyrsta leikverk hennar sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri er Ilmur Stefánsdóttir, en hún hefur verið farsæll leikmyndahöfundur í atvinnuleikhúsum auk þess sem hún hefur sett upp fjölda sýninga með leikhópnum Common Nonsense. Taktu flugið, beibí! er fyrsta leikstjórnarverkefni Ilmar í Þjóðleikhúsinu en hún hefur verið leiðandi leikmynda- og búningahönnuður hér á landi, nú síðustu ár í Þjóðleikhúsinu en þar á undan í Borgarleikhúsinu og víðar.

Mynd/Vilhelm.

Í verkinu kynnumst við stúlku sem ákveður að taka þátt í skólahlaupinu. Hún hleypur af stað. Hún er ein af sætu og vinsælu stelpunum og ætlar að verða leikkona þegar hún verður stór. Hún byrjar að dragast aftur úr. Bilið stækkar á milli hennar og hópsins. Stúlkan blæs sápukúlur og speglar sig í þeim. Sápukúlurnar svífa upp í himininn og brot úr lífshlaupi hennar birtast.

Sögupersónan leiðir okkur í gegnum líf sitt sem manneskja með líkamlega skerðingu sem ágerist með aldrinum. Í fallegu, hvetjandi og áhrifamiklu verki, þar sem tónlist, myndlist og dansi er fléttað saman við frásögnina, fylgjumst við með baráttu fyrir framtíð, sjálfstæði og réttindum, og leit að ást og tengslum. Taktu flugið, beibí! er einstök saga sem á erindi við okkur öll, saga um framtíðardrauma, ást, fjölskyldu og sigra.

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

Leikstjórn: Ilmur Stefánsdóttir

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Leikarar: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ernesto Camilo Alazábal Valdes

Búningar: Filippía I. Elísdóttir

Tónlist: Salka Valsdóttir

Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir

Hljóðhönnun: Brett Smith






Fleiri fréttir

Sjá meira


×