Upp­gjörið: Tinda­stóll - Kefla­vík 2-1 | Kefla­vík í vondum málum eftir tap

Arnar Skúli Atlason skrifar
Tindastóll - Fylkir
Tindastóll - Fylkir vísir/HAG

Tindastóll vann Keflavík 2-1 á Sauðárkróki í dag í hörkuleik. Leikurinn var fyrsti leikur í neðra umspili Bestu deildar kvenna.

Bæði lið hófu leikinn af krafti en það sást strax á upphafsmínútum leiksins að það væri mikið undir, bæði lið voru að reyna að mikið en gæðaleysi einkennandi.

Fyrsta færið leit dagsins ljós á 26. mínútu leiksins þegar Birgitta Finnbogadóttir fékk sendingu upp hægri væng Tindastóls, Hún keyrði inn á teig Keflavíkur og lagði boltann út í teig og þá kom Jordyn Rhodes á fleygiferð og þrumaði boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Vera Varis í marki Keflavíkur og heimakonur komnar í forystu.

Tindastóll var nærri því að komast í 2-0 stuttu seinna, en frábær spilamennska hjá Stólunum opnaði færi fyrir Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur sem átti skot á markið og en boltinn í þverslánna og því staðan ennþá 1-0.

Keflavík fékk sitt fyrsta færi á 42 mínútu leiksins þegar Caroline Mc Cue Van Slambrouck lyfti boltanum inná teig Tindastóls þar sem Melanie Claire Rendeiro komst inn fyrir varnarmann Tindastóls. Hún tók boltann niður, var ein á móti markmanni og lagði boltann snyrtilega framhjá honum og jafnaði leikinn 1-1. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik, mikið barátta um allan völl en gæðin heilt yfir ekki svo mikil og lítið um opin færi.

Tindastóll fann glufu á á vörn Keflavíkur á 77. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Aldís María slapp inn fyrir vörn gestanna. Hún lagði boltann til hliðar á Jordyn Rhodes sem átti skot að marki Keflavíkur, Vera Varis í markinu varði boltann út í teig þar sem Aldís kom og lagði boltann í opið markið og Tindastóll komið aftur í forystu.

Keflavík reyndi hvað þær gátu að jafna leikinn og fóru að henda fleiri leikmönnum framar á völlinn án þess að skapa sér hættuleg færi, Tindastóll var nær því að bæta við þegar Jordyn Rhodes slapp i gegnum vörn Keflavíkur en Vera Varis varði dauðafærið og þar við sat.

Með sigrinum í dag kom Tindastóll sér í góða stöðu í 8. sæti deildarinnar, sex stigum frá Keflavík og Fylki sem sitja í 9. -10. sæti deildarinnar, Fylkir á þó leik til góða á morgun á móti Stjörnunni og getur minnkað muninn aftur niður í þrjú stig með sigri.

Atvik leiksins

Fyrsta mark leiksins sem Jordyn Rhodes skoraði, kom svo óvænt því það var ekkert í gangi í leiknum og svo var Tindastóll kominn yfir eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Stjörnur og skúrkar

Jordyn Rhodes og Birgitta Finnbogadóttir voru svakalega öflugar í liði Tindastóls og létu varnarlínu Keflavíkur hafa fyrir sér allan leikinn. Elise, María, Laufey og Bryndís stóðu vaktina vel í vörninni.

Hjá Keflavík var Kristín Holm virkilega öflug á miðjunni og markaskorarinn Melanie Claire sömuleiðis öflug í liði gestanna.

Stemning og umgjörð

Það hefðu mátt vera fleiri áhorfendur í svona mikilvægum leik fyrir Tindastól, En frábærlega vel staðið að öllu hjá Tindastól annars og klárlega orðnir vel sjóaðir að hafa lið í efstu deild.

Dómarar [6]

Dómarinn og hans aðstoðarmenn áttu fínan dag í dag, Mjög góðar fyrstu 85 mínútur leiksins og svo fór línan hans út um allt í lokinn og fóru nokkuð mörg ódýr gul spjöld á loft. Augljós brot sem hann sleppti en það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira