Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 10:13 Ferðamaðurinn var einn á ferð við gosopið og veifaði þegar hann varð var við drónann fylgjast með sér. Kevin Pagés Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37