Tyrkirnir virðast sannfærðir um sigur í kvöld en þó missigurvissir. 19 þúsund stuðningsmenn munu styðja við bakið á þeim tyrknesku á vellinum í Izmir í kvöld.
Menn virðast þá sannfærðir um að Arda Guler, ungstirni Real Madrid, muna setja mark sitt á leikinn og er Hakan Calhanoglu, leikmaður Inter Milan einnig nefndur í því samhengi.
Sjá má viðtöl Stefáns við Tyrkina í spilaranum að neðan.
Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15.