Enski boltinn

Chelsea vill yfir­gefa Stamford Bridge

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar einu mark sinna á Stamford Bridge en hann lék með Chelsea frá 2000 til 2006.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar einu mark sinna á Stamford Bridge en hann lék með Chelsea frá 2000 til 2006. Getty/Clive Rose

Chelsea vill fá stærri leikvang og það lítur út fyrir að möguleikinn á því að stækka Stamford Bridge sé ekki í boði. Guardian segir frá því að forráðamenn félagsins séu búnir að finna stað fyrir mögulegan nýjan leikvang.

Chelsea hefur spilað á Stamford Bridge síðan árið 1905 og leikvangurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þessari rúmu öld sem er liðin.

Leikvangurinn tekur 42 þúsund manns í dag sem er mun minna en hjá hinum stóru félögunum. Það er stór krafa hjá nýjum eigendum að komast á stærri leikvang og auka innkomuna á leikjum liðsins.

Guardian segir að Chelsea sé farið í viðræður um nýjan leikvang og hafi fundið stað fyrir nýjan völl í Earl's Court hverfinu, sem er aðeins norðar en Stamford Bridge.

Chelsea færi því ekki mjög langt. Svæðið, Lillie Bridge Depot, er nú geymslu- og viðgerðasvæði fyrir neðanjarðarlestarkerfi Lundúna.

Félagið þarf að kaupa landsvæðið og samkvæmt heimildum The Guardian þá er það metið á fimm hundruð milljónir punda eða níutíu milljarða íslenska króna.

Það voru plön um að byggja annars konar margnota íþróttaleikvang á svæðinu en það þótti of dýrt. Það hefur opnað dyrnar fyrir Chelsea.

Þetta er mjög kostnaðarsamt því eftir kaupin á landsvæðinu þarf auðvitað að byggja glæsilegan leikvang sem stenst allar nútímakröfur til íþróttamannvirkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×