Clark var líka með engar smá tölur í síðustu viku þar sem hún skoraði 25,0 stig, tók 7,7 fráköst og gaf 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hún náði þrennu í einum þessara leikja sinna í vikunni. Það var í annað skiptið á leiktíðinni sem hún nær því en engum öðrum nýliða í sögu deildarinnar hefur tekist það.
Clark og félagar hennar í Indiana Fever hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og með hana innan borðs er liðið búið að vinna fleiri leiki í vetur (19) en samanlagt tvö tímabil þar á undan (18).
Besti leikmaður Vesturdeildarinnar var Napheesa Collier hjá Minnesota Lynx en hún var með 22,5 stig, 11,0 fráköst og 1,5 varið skot að meðaltali í leik.
Það styttist í úrslitakeppnina þar sem verður fróðlegt að sjá hversu langt Fever konur komast.