Enski boltinn

Austur­ríkis­maðurinn sem meiddi Ödega­ard fullur iðrunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Ödegaard fór meiddur af velli og gæti misst af mörgum leikjum hjá Arsenal.
Martin Ödegaard fór meiddur af velli og gæti misst af mörgum leikjum hjá Arsenal. Getty/Mateusz Slodkowski

Fyrirliði Arsenal gæti misst af mörgum mikilvægum leikjum liðsins á næstunni eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik með norska landsliðinu.

Martin Ödegaard meiddist eftir tæklingu frá Austurríkismanninum Christoph Baumgartner. Baumgartner er fullur iðrunar og bað Ödegaard afsökunar á samfélagmiðlum.

„Ég vil biðja Martin Ödegaard innilega afsökunar. Það var aldrei ætlun mín að meiða þennan frábæra leikmann,“ skrifaði Christoph Baumgartner á Instagram.

Ödegaard fór meiddur af velli og sást fara um á hækjum. Hann fer í myndatöku hjá Arsenal og þá kemur betur i ljós hversu alvarleg þessi meiðsli eru.

„Ég óska honum alls hins besta og að hann nái sér sem fyrst. Komdu sterkari til baka,“ skrifaði Baumgartner sem spilar með þýska liðinu Leipzig.

Arsenal mætir Tottenham í nágrannaslag um næstu helgi og svo taka við Meistaradeildarleikur við Atalanta og toppslagur við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×