Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2024 08:45 Maðurinn grunaði drenginn um að stela veip-pennum. Vísir/Einar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á barn og svipta það frelsi. Maðurinn sem var starfsmaður verslunar grunaði barnið um að hafa stolið „veip-pennum“ eða rafrettum sem voru til sölu í versluninni. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur. Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur.
Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira