Órætt tíst Ísaks vekur athygli Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 15:01 Ísak Snær virðist ósáttur samræmi í lengd leikbanna ef litið er til banns fyrrum liðsfélaga hans fyrir tveimur árum síðan. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32