Innlent

Lög­regla kölluð til vegna slags­mála

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Það virðist hafa verið frekar rólegt á vaktinni í höfuðborginni í nótt.
Það virðist hafa verið frekar rólegt á vaktinni í höfuðborginni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna líkamsárásar þar sem tveir voru að slást. Báðir eru grunaðir um að hafa veitt hinum áverka.

Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir ýmis brot. 

Einn var tekinn undir áhrifum ávana- og fíkniefna ásamt því að vera grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna og umferðarlagabrot. 

Annar var stöðvaður vegna hraðaksturs og reyndist þegar sviptur ökuréttindum og sá þriðji var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. 

Fjórir gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×