Enski boltinn

Mikil sorg hjá Haaland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland í leiknum á móti Austurríki þar sem hann tryggði norska landsliðinu dýrmætan sigur.
Erling Haaland í leiknum á móti Austurríki þar sem hann tryggði norska landsliðinu dýrmætan sigur. Getty/Mateusz Slodkowski

Erling Braut Haaland glímir við mikla sorg þessa dagana en norski framherjinn minntist góðs vinar síns á samfélagsmiðlum í gær.

Hin 59 ára gamli Ívar Eggja er látinn en hann var mikill fjölskylduvinur. Hann glímdi við veikindi og til að mynda í minningarpistli Haaland má sjá norska framherjann halda í hönd vinar síns þegar Ívar lá á sjúkrabeðinu.

„Þvílík goðsögn sem þú ert, Ívar. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvað þú skiptir mig miklu máli. Engin orð eru til að lýsa því hversu mikið ég mun sakna þín,“ skrifaði Haaland.

Hann segist líka ætla að fara eftir góðum ráðum hans. Láta til sín taka.

„Takk kærlega fyrir alla þina klikkun. Við hittumst vonandi einhvern tímann aftur,“ skrifaði Haaland.

Haaland hefur skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og er aðeins einu marki frá markametinu í norska landsliðinu eftir að hann skorðaði sigurmarkið á móti Austurríki í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×