Enski boltinn

Arteta sam­þykkir nýjan samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta kampakátur eftir einn af mörgum sigurleikjum Arsenal undir hans stjórn.
Mikel Arteta kampakátur eftir einn af mörgum sigurleikjum Arsenal undir hans stjórn. Getty/Marc Atkins

Mikel Arteta hefur framlengt samning sinn sem knattspyrnustjóri Arsenal en þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic.

Arsenal hefur barist um Englandsmeistarattilinn undanfarin tvö tímabil og félagið hefur vaxið og dafnað mikið síðan að Arteta tók við.

Nýi samningurinn nær til sumarsins 2027 en yfir tvo tímabil í viðbót við þetta sem er í gangi.

Arteta tók við Arsenal í desember 2019 eftir að hafa verið áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.

Hann gerði Arsenal að bikarmeisturum 2020 og gerði liðið síðan að einu besta liði deildarinnar undanfarin tímabil þar sem Arsenal hefur endað í öðru sæti.

Arsenal hefur unnið 139 af 235 leikjum sínum undir stjórn Arteta og aðeins tapað 57 leikjum. Hann er með 59 prósent sigurhlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×