115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 14:42 Formleg réttarhöld hefjast á mánudag vegna meintra fjármálabrota Manchester City. EPA Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira