Ákvað að hlusta ekki á slúðursögur sem höfðu þó áhrif Aron Guðmundsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 14. september 2024 09:42 Viðar Örn hefur gengið vel að undanförnu eftir hæga byrjun. Vísir/Sigurjón Viðar Örn Kjartansson lætur sögusagnir um sig ekkert á sig fá og hefur lagt hart að sér að koma sér í gott leikform. Hann ætlar sér að verða bikarmeistari með KA. Viðar Örn hefur farið á kostum með KA-mönnum síðustu vikur í Bestu deildinni. Tímabilið fór þó hægt af stað hjá honum og var hann lengi að koma sér í leikform. Í viðtali við Vísi í maí sagði Viðar Örn að hann væri vanur því að vera á milli tannanna á fólki en á þeim tíma var mikið verið að ræða um leikmanninn í fótboltaheiminum hér á landi og ástæður þess að hann væri utan hóps hjá KA. Í raun verið að slúðra um framherjann. Fannst þér erfitt að takast á við það til dæmis? „Maður er svo sem vanur því í gegnum árin,“ segir Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það er aldrei neitt rosalega auðvelt. Ofan í það að þegar að þú spilar vel þá eru færri sögur á kreiki um þig. Ég var ekki að spila. Þar af leiðandi ekki að spila vel heldur á þessum tíma. Þá er það bara eðlilegt að svona komi. Auðvitað hefur það alltaf einhver áhrif en ég þurfti bara að taka þá ákvörðun að hlusta ekki á það. Það var það eina sem ég gat gert. Ásamt því að setja hausinn niður og leggja hart að mér. Þetta myndi síðan allt breytast ef maður færi að skila inn frammistöðum.“ Viðar er opinn fyrir því að halda aftur út í atvinnumennskuna. „Það eru mjög mikilvægir leikir framundan hjá KA. Sérstaklega bikarúrslitaleikurinn gegn Víkingum. Maður er alltaf opinn fyrir öllu. Ég ætla samt sem áður að reyna gera eins vel og ég get núna þessa leiki sem eftir eru og svo skoðar maður framhaldið í rólegheitum. Manni langaði alltaf að enda ferilinn úti á betri nótum en ég gerði með því að fara frá Búlgaríu bara sí sona.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Viðar Örn má sjá hér fyrir neðan: Besta deild karla KA Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Viðar Örn hefur farið á kostum með KA-mönnum síðustu vikur í Bestu deildinni. Tímabilið fór þó hægt af stað hjá honum og var hann lengi að koma sér í leikform. Í viðtali við Vísi í maí sagði Viðar Örn að hann væri vanur því að vera á milli tannanna á fólki en á þeim tíma var mikið verið að ræða um leikmanninn í fótboltaheiminum hér á landi og ástæður þess að hann væri utan hóps hjá KA. Í raun verið að slúðra um framherjann. Fannst þér erfitt að takast á við það til dæmis? „Maður er svo sem vanur því í gegnum árin,“ segir Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það er aldrei neitt rosalega auðvelt. Ofan í það að þegar að þú spilar vel þá eru færri sögur á kreiki um þig. Ég var ekki að spila. Þar af leiðandi ekki að spila vel heldur á þessum tíma. Þá er það bara eðlilegt að svona komi. Auðvitað hefur það alltaf einhver áhrif en ég þurfti bara að taka þá ákvörðun að hlusta ekki á það. Það var það eina sem ég gat gert. Ásamt því að setja hausinn niður og leggja hart að mér. Þetta myndi síðan allt breytast ef maður færi að skila inn frammistöðum.“ Viðar er opinn fyrir því að halda aftur út í atvinnumennskuna. „Það eru mjög mikilvægir leikir framundan hjá KA. Sérstaklega bikarúrslitaleikurinn gegn Víkingum. Maður er alltaf opinn fyrir öllu. Ég ætla samt sem áður að reyna gera eins vel og ég get núna þessa leiki sem eftir eru og svo skoðar maður framhaldið í rólegheitum. Manni langaði alltaf að enda ferilinn úti á betri nótum en ég gerði með því að fara frá Búlgaríu bara sí sona.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Viðar Örn má sjá hér fyrir neðan:
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira