Enski boltinn

Anthony Taylor dómari sló met í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Anthony Taylor var mjög duglegur að lyfta gulu spjöldunum í leik Bournemouth og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
 Anthony Taylor var mjög duglegur að lyfta gulu spjöldunum í leik Bournemouth og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Getty/Catherine Ivill

Anthony Taylor dæmdi leik Bournemouth og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og sögubækurnar eru ekki samar á eftir.

Taylor setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni með því að lyfta gula spjaldinu fjórtán sinnum í leiknum.

Sex heimamenn í Bournemouth fengu gula spjaldið hjá hinum þar af þrír þeirra í fyrri hálfleik. Fjögur voru fyrir brot en tvö fyrir mótmæli eða töf.

Alls fengu átta leikmenn Chelsea gula spjaldið þar af komu fimm þeirra í seinni hálfleiknum. Fimm voru fyrir brot en þrjú fyrir mótmæli eða töf.

Auk þessa fengu stjórar beggja liða gula spjaldið hjá Taylor sem var í miklu spjaldastuði í þessum leik sem Chelsea vann 1-0. Hann gaf því í raun sextán gul spjöld.

Taylor hafði verið frekar rólegur í spjöldunum í fyrstu þremur leikjunum þar sem fóru aðeins sjö gul spjöld samtals á loft þar af ekkert í leik Tottenham og Everton.

Gamla metið var þrettán gul spjöld á leikmenn í einum og saman leiknum. Tveir áttu það saman eða þeir Peter Bankes (árið 2023) og Mike Reed (árið 1998).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×