„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 09:30 Sölvi Geir Ottesen. Vísir/Arnar Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5. Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5.
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira