Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2024 19:22 Kristbjörg Anna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, Mohsen Tamimi og Albert Björn Lúðvíksson segja yfirvöld hafa beitt of hörkulegum aðgerðum við brottvísun langveiks drengs úr landi. Föður hans er brugðið. Vísir/Bjarni Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira