Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 09:55 Kona á níræðisaldri var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá Lögreglan á Vestfjörðum Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Húninn var að öllum líkindum á öðru ári og er um 150 til 200 kíló. Húnninn var felldur við Höfðaströnd í Jökulfjörðum í gær eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör og lét vita af honum. Þorvaldur segir það mikla heppni að konan hafi séð hann og getað látið vita. „Það verða tekin sýni úr heila og DNA sýni,“ segir Þorvaldur. Það sé til að kanna hvort einhver sníkjudýr séu á dýrinu eða hættulegir sjúkdómar eins og hundaæði og af hvoru kyninu hann er. Þá verði tekin DNA sýni til að kanna af hvaða stofni dýrið er. Tveir aðskildir stofnar séu til og það sé töluverður munur á þeim. Húninn var felldur þegar ljóst var að ekki væri hægt að koma honum að annars staðar lifandi.Lögreglan á Vestfjörðum „Það er allt á rúi og stúi á Náttúrufræðistofnun þannig við höfum ekki aðstöðu til að kryfja hann þar,“ segir Þorvaldur. Mygla greindist í húsnæði stofnunarinnar og er verið að laga húsið eins og er. „Eftir að við erum búin að taka sýni verður hann settur beint í frost. Síðar verður svo tekinn hluti innan úr. Svo verður hann settur aftur á frost og svo verður hann sendur í uppstoppun,“ segir Þorvaldur. Það geti liðið nokkur ár þangað til það verði gert vegna þess að tvö dýr bíði þess enn að verða stoppuð upp. Þorvaldur segir afar miður að ekki hafi verið hægt að taka dýrið lifandi. Það sé falleg hugsjón að halda dýrinu lifandi en það verði að hugsa það til enda. Það vilji enginn taka við dýrinu. „Við höfðum samband við Grænland en þau vildu ekki taka við honum. Ef þú tekur svona dýr í náttúrunni, þá þarf að gefa því að éta og það verður vant manninum. Ef því yrði svo skilað eftir það til Grænlands gæti það leitað svo inn í þorp í leit að mat.“ Mögulega hægt að kaupa kvóta Hann segir að á Grænlandi sé kvóti þrátt fyrir að dýrin séu í útrýmingarhættu. Það væri mögulega hægt að kaupa af þeim kvóta og þá falli eitt dýr af þeirra kvóta. Þorvaldur er sjálfur með leyfi til að skjóta dýr með deyfibyssu en segir að leyfinu hafi ekkert fylgt nema pappírarnir sjálfir. Það hafi ekki verið nein æfing og það þurfi, ef það eigi að skjóta þau með deyfibyssu til að flytja annað, að hafa þyrlu og bát til taks. Dýrin geti lagst til sunds eftir að þau eru skotin og þá drukkni þau ef enginn er til að taka það strax. Þorvaldur segir þetta alltaf vekja mikla reiði hjá hluta fólks. Hann lendi reglulega í því að fólk helli sér yfir hann þegar dýrin eru skotin. Hvítabirnir séu hins vegar afar hættulegir og ráðist á menn fái þeir tækifæri til. Hann segir húninn mögulega hafa komið til lands með ísjökum Húnaflóamegin og hafi verið búinn að ganga töluverða vegalengd áður en sást til hans. Hann segir það þvílíka heppni að konan hafi séð hann í gær og verið í símasambandi til að láta vita. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri.Mynd/Náttúrufræðistofnun „Um leið og þeir sáu hann á björgunarbátnum þá rauk hann beint í þá, að bátnum í fjörunni. Því hann var ánægður að sjá lífsmark og að hann gæti fengið bita. Þetta hefði getað farið þannig að við myndum ekki enn vita birninum, ef konan hefði mætt honum utandyra. Þá værum við einni konu færri. Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Lögreglumál Grænland Umhverfismál Hvítabirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Húninn var að öllum líkindum á öðru ári og er um 150 til 200 kíló. Húnninn var felldur við Höfðaströnd í Jökulfjörðum í gær eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör og lét vita af honum. Þorvaldur segir það mikla heppni að konan hafi séð hann og getað látið vita. „Það verða tekin sýni úr heila og DNA sýni,“ segir Þorvaldur. Það sé til að kanna hvort einhver sníkjudýr séu á dýrinu eða hættulegir sjúkdómar eins og hundaæði og af hvoru kyninu hann er. Þá verði tekin DNA sýni til að kanna af hvaða stofni dýrið er. Tveir aðskildir stofnar séu til og það sé töluverður munur á þeim. Húninn var felldur þegar ljóst var að ekki væri hægt að koma honum að annars staðar lifandi.Lögreglan á Vestfjörðum „Það er allt á rúi og stúi á Náttúrufræðistofnun þannig við höfum ekki aðstöðu til að kryfja hann þar,“ segir Þorvaldur. Mygla greindist í húsnæði stofnunarinnar og er verið að laga húsið eins og er. „Eftir að við erum búin að taka sýni verður hann settur beint í frost. Síðar verður svo tekinn hluti innan úr. Svo verður hann settur aftur á frost og svo verður hann sendur í uppstoppun,“ segir Þorvaldur. Það geti liðið nokkur ár þangað til það verði gert vegna þess að tvö dýr bíði þess enn að verða stoppuð upp. Þorvaldur segir afar miður að ekki hafi verið hægt að taka dýrið lifandi. Það sé falleg hugsjón að halda dýrinu lifandi en það verði að hugsa það til enda. Það vilji enginn taka við dýrinu. „Við höfðum samband við Grænland en þau vildu ekki taka við honum. Ef þú tekur svona dýr í náttúrunni, þá þarf að gefa því að éta og það verður vant manninum. Ef því yrði svo skilað eftir það til Grænlands gæti það leitað svo inn í þorp í leit að mat.“ Mögulega hægt að kaupa kvóta Hann segir að á Grænlandi sé kvóti þrátt fyrir að dýrin séu í útrýmingarhættu. Það væri mögulega hægt að kaupa af þeim kvóta og þá falli eitt dýr af þeirra kvóta. Þorvaldur er sjálfur með leyfi til að skjóta dýr með deyfibyssu en segir að leyfinu hafi ekkert fylgt nema pappírarnir sjálfir. Það hafi ekki verið nein æfing og það þurfi, ef það eigi að skjóta þau með deyfibyssu til að flytja annað, að hafa þyrlu og bát til taks. Dýrin geti lagst til sunds eftir að þau eru skotin og þá drukkni þau ef enginn er til að taka það strax. Þorvaldur segir þetta alltaf vekja mikla reiði hjá hluta fólks. Hann lendi reglulega í því að fólk helli sér yfir hann þegar dýrin eru skotin. Hvítabirnir séu hins vegar afar hættulegir og ráðist á menn fái þeir tækifæri til. Hann segir húninn mögulega hafa komið til lands með ísjökum Húnaflóamegin og hafi verið búinn að ganga töluverða vegalengd áður en sást til hans. Hann segir það þvílíka heppni að konan hafi séð hann í gær og verið í símasambandi til að láta vita. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri.Mynd/Náttúrufræðistofnun „Um leið og þeir sáu hann á björgunarbátnum þá rauk hann beint í þá, að bátnum í fjörunni. Því hann var ánægður að sjá lífsmark og að hann gæti fengið bita. Þetta hefði getað farið þannig að við myndum ekki enn vita birninum, ef konan hefði mætt honum utandyra. Þá værum við einni konu færri.
Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Lögreglumál Grænland Umhverfismál Hvítabirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59