Ákvörðun ráðherra viðurkenning á að mikil þekking sé fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2024 12:05 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er ánægð með að ný stofnun verði með höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir það mikla viðurkenningu fyrir bæinn að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði á Akureyri og til marks um þá miklu þekkingu sem sé til staðar í bæjarfélaginu. Hún er sannfærð um að þetta muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið fyrir norðan. Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur. Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur.
Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06