Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 19:31 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar. Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira
Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar.
Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira