Enski boltinn

Endur­koma hjá Dag­nýju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir rennir sér fótskriðu.
Dagný Brynjarsdóttir rennir sér fótskriðu. getty/Ben Roberts

West Ham United tapaði illa fyrir Manchester United, 3-0, í 1. umferð ensku úrvalsdeildar kvenna í dag.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham en var tekin af velli í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur hennar fyrir West Ham í rúmt ár en hún eignaðist sitt annað barn í febrúar.

Geyse, Leah Galton og Grace Clinton skoruðu mörk United í leiknum í dag.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru í byrjunarliði Bröndby sem vann 2-3 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni.

Dajan Hashemi skoraði öll mörk Bröndby sem vann þarna sinn annan deildarleik á tímabilinu. Liðið er í 5. sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×