Innlent

Kona á­kærð fyrir stunguárás í Mos­fells­bæ

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað í Mosfellsbæ. Myndin er úr safni.
Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað í Mosfellsbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Kona hefur verið ákærð fyrir stunguárás sem á að hafa átt sér stað í íbúð í Mosfellsbæ um nótt í apríl 2021.

Konunni er gefið að sök að leggja ítrekað til annars einstaklings með hníf, sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði.

Í ákæru segir að fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug.

Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og að hnífurinn verði gerður upptækur.

Sá sem varð fyrir árásinni krefst fimm milljóna króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×