Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2024 08:10 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju segir að Askja muni hér eftir til áður leggja sig fram að vinna að því að leysa málin með viðskiptavinum. Askja Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílaumboðið hafi ávallt og muni áfram leggja sig mikið fram við að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins hægt er. Hann segir fyrirtækið hafa lagt sig fram við að ná lausn í máli ósátts viðskiptavinar þó að bíll viðkomandi hafi ekki lengur verið í ábyrgð. Niðurstaðan hafi líka verið sú að hann hafi ekki greitt neitt vegna málsins. „Bílar eru flóknir og geta alltaf bilað. Í þessu tilviki var bíllinn ekki lengur í ábyrgð en eins og hann rekur í sínu máli þá náðist sú lending að viðskiptavinurinn þurfti einungis að greiða brot af viðgerðarkostnaði. Þetta endaði raunar með því að hann greiddi ekkert,“ segir Jón Trausti. Daníel Andri Fredriksen sagði í færslu á Facebook í gær farir sínar ekki sléttar af samskiptum og viðskiptum við Öskju vegna bilunar sem upp kom í Honda-bíl hans frá 2018. Daníel hefur síðan fjarlægt færsluna og segist í samtali við fréttastofu ekki hafa neitt upp á fyrirtækið að klaga. Hann fór í færslunni stórum orðum um fyrirtækið og gagnrýndi þar meðal annars að Askja ábyrgðist ekki bílinn vegna vélarbilunar sem kom upp. Hann hefði þurft að greiða 400 þúsund krónur vegna viðgerðar sem metin var á fjórar milljónir, kostnað sem hann sagðist þó allt annað en ánægður með að hafa þurft að standa straum af. Jón Trausti segir fullyrðingar Daníels ekki eiga við rök að styðjast og niðurstöðuna hafa verið þá að viðskiptavinurinn greiddi ekkert. Áfram verksmiðjuábyrgð Jón Trausti segir að í máli þessa tiltekna manns þá hafi bíllinn verið seldur 2018 af Bernhard, sem sé annað fyrirtæki. „Við keyptum ekki fyrirtækið heldur tókum við Honda-umboðinu og þeim skyldum sem voru til staðar gagnvart viðskiptavinum. Í þessu tilviki þá var umræddur bíll keyptur 2018 og þá með þriggja ára verksmiðjuábyrgð. Sú ábyrgð var áfram í gildi. Eftir að við tökum við umboðinu þá lengjum við ábyrgðina á þeim bílum sem við seljum úr þremur í fimm ár. Verksmiðjuábyrgðin var hins vegar þrjú ár og bílar sem Bernhard seldi héldu að sjálfsögðu þeirri ábyrgð á meðan hún var í gildi þó að það væri kominn nýr umboðsaðili. Bílar eru hins vegar flóknir og geta alltaf bilað. Framleiðendur taka á því eftir því sem við á með innköllunum. Það á þó ekki við í þessu tilviki. En bíllinn var því ekki lengur í ábyrgð en unnum samt að því að finna lausn með viðkomandi.“ Leggja sig fram Jón Trausti segir að Askja leggi sig ávallt fram um að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins langt og hægt er. „Eftir að við tókum við Honda-umboðinu árið 2019 þá lengdum við ábyrgðina á Honda-bílum úr þremur í fimm ár sem er til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum raunar verið þekkt fyrir mjög langa og góða ábyrgð. Við erum mjög stolt af okkar þjónustu og leggjum okkur ávallt fram við að leysa málin með okkar viðskiptavinum. Ef mál fara svo fyrir einhverja aðila, eins og FÍB eða Bílgreinasambandið, þá erum við alltaf skuldbundin til að lúta þeirra niðurstöðu og gerum það alltaf.“ Jón Trausti segir ennfremur að Askja muni hér eftir til áður reyna að leysa úr máli þessa tiltekna viðskiptavinar eins og við framast sé hægt. „Eins og fram kemur í hans máli þá höfum við lagt okkur gríðarlega fram í því og munum áfram vinna í málinu.“ Athugasemd ritstjórnar Fréttin að ofan eru viðbrögð framkvæmdastjóra Öskju við frétt á Vísi af ósáttum viðskiptavini fyrirtækisins Daníel Andra Fredriksen sem vakti fyrst athygli á málinu með færslu á Facebook. Daníel hefur nú fjarlægt færsluna og segist ekki standa við stóru orðin sem hann viðhafði um bílaumboðið. Aðspurður hvað hefði breyst sagði hann Öskju hafa leyst málið. Hans pirringur hefði aðallega snúið að því að fá ekki bílaleigubíl á meðan umboðið vann að máli hans. Fyrri fréttin sem birtist á Vísi seint í gærkvöldi með yfirlýsingum Daníels hefur verið fjarlægð vegna þess að hann hefur dregið til baka þau stóru orð sem hann hafði um fyrirtækið. Hann segist í morgunsárið mjög sáttur við viðbrögð Öskju. Vísir biðst afsökunar á að hafa birt fréttina áður Öskju gafst færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Bílar Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
„Bílar eru flóknir og geta alltaf bilað. Í þessu tilviki var bíllinn ekki lengur í ábyrgð en eins og hann rekur í sínu máli þá náðist sú lending að viðskiptavinurinn þurfti einungis að greiða brot af viðgerðarkostnaði. Þetta endaði raunar með því að hann greiddi ekkert,“ segir Jón Trausti. Daníel Andri Fredriksen sagði í færslu á Facebook í gær farir sínar ekki sléttar af samskiptum og viðskiptum við Öskju vegna bilunar sem upp kom í Honda-bíl hans frá 2018. Daníel hefur síðan fjarlægt færsluna og segist í samtali við fréttastofu ekki hafa neitt upp á fyrirtækið að klaga. Hann fór í færslunni stórum orðum um fyrirtækið og gagnrýndi þar meðal annars að Askja ábyrgðist ekki bílinn vegna vélarbilunar sem kom upp. Hann hefði þurft að greiða 400 þúsund krónur vegna viðgerðar sem metin var á fjórar milljónir, kostnað sem hann sagðist þó allt annað en ánægður með að hafa þurft að standa straum af. Jón Trausti segir fullyrðingar Daníels ekki eiga við rök að styðjast og niðurstöðuna hafa verið þá að viðskiptavinurinn greiddi ekkert. Áfram verksmiðjuábyrgð Jón Trausti segir að í máli þessa tiltekna manns þá hafi bíllinn verið seldur 2018 af Bernhard, sem sé annað fyrirtæki. „Við keyptum ekki fyrirtækið heldur tókum við Honda-umboðinu og þeim skyldum sem voru til staðar gagnvart viðskiptavinum. Í þessu tilviki þá var umræddur bíll keyptur 2018 og þá með þriggja ára verksmiðjuábyrgð. Sú ábyrgð var áfram í gildi. Eftir að við tökum við umboðinu þá lengjum við ábyrgðina á þeim bílum sem við seljum úr þremur í fimm ár. Verksmiðjuábyrgðin var hins vegar þrjú ár og bílar sem Bernhard seldi héldu að sjálfsögðu þeirri ábyrgð á meðan hún var í gildi þó að það væri kominn nýr umboðsaðili. Bílar eru hins vegar flóknir og geta alltaf bilað. Framleiðendur taka á því eftir því sem við á með innköllunum. Það á þó ekki við í þessu tilviki. En bíllinn var því ekki lengur í ábyrgð en unnum samt að því að finna lausn með viðkomandi.“ Leggja sig fram Jón Trausti segir að Askja leggi sig ávallt fram um að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins langt og hægt er. „Eftir að við tókum við Honda-umboðinu árið 2019 þá lengdum við ábyrgðina á Honda-bílum úr þremur í fimm ár sem er til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum raunar verið þekkt fyrir mjög langa og góða ábyrgð. Við erum mjög stolt af okkar þjónustu og leggjum okkur ávallt fram við að leysa málin með okkar viðskiptavinum. Ef mál fara svo fyrir einhverja aðila, eins og FÍB eða Bílgreinasambandið, þá erum við alltaf skuldbundin til að lúta þeirra niðurstöðu og gerum það alltaf.“ Jón Trausti segir ennfremur að Askja muni hér eftir til áður reyna að leysa úr máli þessa tiltekna viðskiptavinar eins og við framast sé hægt. „Eins og fram kemur í hans máli þá höfum við lagt okkur gríðarlega fram í því og munum áfram vinna í málinu.“ Athugasemd ritstjórnar Fréttin að ofan eru viðbrögð framkvæmdastjóra Öskju við frétt á Vísi af ósáttum viðskiptavini fyrirtækisins Daníel Andra Fredriksen sem vakti fyrst athygli á málinu með færslu á Facebook. Daníel hefur nú fjarlægt færsluna og segist ekki standa við stóru orðin sem hann viðhafði um bílaumboðið. Aðspurður hvað hefði breyst sagði hann Öskju hafa leyst málið. Hans pirringur hefði aðallega snúið að því að fá ekki bílaleigubíl á meðan umboðið vann að máli hans. Fyrri fréttin sem birtist á Vísi seint í gærkvöldi með yfirlýsingum Daníels hefur verið fjarlægð vegna þess að hann hefur dregið til baka þau stóru orð sem hann hafði um fyrirtækið. Hann segist í morgunsárið mjög sáttur við viðbrögð Öskju. Vísir biðst afsökunar á að hafa birt fréttina áður Öskju gafst færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Bílar Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira