Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2024 11:58 Þýfi upp á tugi milljóna króna úr verslunum Elko í Skeifunni og Lindum í Kópavogi er ófundið. Vísir/Vilhelm Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“ Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira