Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 12:52 Frá vinstri eru Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ, Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Birna Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá ON. Aðsend Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. Frá þessu er greint í tilkynningu en ON og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Í tilkynningu segir að með þessu vilji bærinn gera íbúum kleift að skipta „áhyggjulaust“ yfir í rafbíl. Þá kemur fram að á næstu vikum verði sett upp alls 98 tengi á 14 stöðum í Kópavogi. Það sé við skóla, sundlaugar og bókasöfn. Tengin eigi að nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum á meðan þau skreppi á þessa staði. Kort af nýju hleðslustöðvunum.Mynd/ON „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, í tilkynningu. Hægt að hlaða í október Nú þegar eru samkvæmt tilkynningu komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg. ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650. „Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, í tilkynningu. Bílar Orkumál Vistvænir bílar Kópavogur Hleðslustöðvar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en ON og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Í tilkynningu segir að með þessu vilji bærinn gera íbúum kleift að skipta „áhyggjulaust“ yfir í rafbíl. Þá kemur fram að á næstu vikum verði sett upp alls 98 tengi á 14 stöðum í Kópavogi. Það sé við skóla, sundlaugar og bókasöfn. Tengin eigi að nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum á meðan þau skreppi á þessa staði. Kort af nýju hleðslustöðvunum.Mynd/ON „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, í tilkynningu. Hægt að hlaða í október Nú þegar eru samkvæmt tilkynningu komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg. ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650. „Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, í tilkynningu.
Bílar Orkumál Vistvænir bílar Kópavogur Hleðslustöðvar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira