Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 14:16 Vladírmír Pútín (f.m.) í sjónvarpssal á ríkissjónvarpsstöð þegar allt lék þar í lyndi. Vísir/EPA Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín. Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín.
Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira