Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 16:17 Gary Lineker hefur starfað í kringum enska boltann hjá BBC frá árinu 1999. Vísir/Getty Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“ Enski boltinn Bretland Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“
Enski boltinn Bretland Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira