Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:31 Estelle Cascarino með boltann í leiknum í gær, en hún kastaði upp á gervigrasið, í leiknum við Sædísi Rún Heiðarsdóttur og stöllur í Vålerenga. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira