Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 12:14 Oscar er 16 ára og fra Kólumbíu. Aðsend Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Oscar Andres Florez Bocanegra kom til landsins fyrir tveimur árum. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Sonja segir Oscar afar blíðan og góðan dreng.Aðsend Í niðurstöðu kærunefndar í máli Oscars og fjölskyldu kemur fram að aðstæður í heimalandi séu ekki álitnar þannig að líf eða frelsi þeirra kann að vera í hættu. Kólumbía er þó ekki eitt þeirra ríkja sem er flokkað sem öruggt af Útlendingastofnun. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Önnur systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför, hún er 19 ára Hin systir hans er einnig á Bæjarhrauni og verður flutt með föður sínum til Kólumbíu í dag, hún er tíu ára. Einn á Bæjarhrauni Oscar er eins og stendur, ásamt föður sínum, í úrræði ríkislögreglustjóra við Bæjarhraun og bíður þess að vera fluttur upp á flugvöll klukkan 13. Eftir það verður flogið með hann til Kólumbíu. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Oscars og segir að með brottvísun hans sé verið að brjóta ýmis lög. „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Hefur gert grín og beitt ofbeldi Samkvæmt upplýsingum frá fólki sem Oscar hefur dvalið hjá, Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannssyni, hefur Oscar greint þeim frá því að faðir hans hafi beitt sig margvíslegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi tekið hann kverkataki og herti að, sparkað í hann og einnig gert grín að honum og gert lítið úr honum. Búið er að kæra ofbeldið til lögreglu og var Oscar boðaður í skýrslutöku vegna málsins í sumar. Sonja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi miklar áhyggjur af andlegri líðan Oscars. Þau hafi reynt að fá að kveðja hann en ekki fengið leyfi til þess. „Það er algjörlega óumdeilanlegt að pabbi hans hefur beitt hann ofbeldi,“ segir Sonja. Ofbeldið hafi haft mikil áhrif á hann og hann glími til dæmis við mikinn kvíða. Fá ekki að kveðja hann „Hann er frá því í gær búinn að vera einn í herbergi á Bæjarhrauni. Það er enginn að hugsa um hann. Hann er með mikla áfallastreitu og svaf ekkert í nótt. Hann er mjög hræddur. Við fáum ekki að kveðja hann því við höfum ekki lagalega stöðu til þess,“ segir Sonja. Drengurinn hafi samt sem áður búið hjá þeim frá því í maí eftir að faðir hans sparkaði í hann. Sonja segir þau hafa hugsað um hann sem sitt eigið barn. „Það er með vitneskju lögreglunnar, útlendingastofnunnar og barnaverndar. Að er með vitneskju allra að hann búi hjá okkur. Okkar skilningur á þessu máli er þá bara orðinn þannig að það má berja hann, en ekki á Íslandi. Það á að halda þeim í sundur vegna ofbeldis, en samt senda hann úr landi með ofbeldismanninum,“ segir Sonja. Flestum umsóknum synjað Í gögnum Útlendingastofnunar fyrir síðustu ár kemur fram að í fyrra voru alls 58 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu. Tveir fengu vernd eftir efnismeðferð en langflestum var synjað í efnismeðferð, eða 38. Þá fengu 12 umsóknir önnur lok auk þess sem fimm umsóknum var vísað frá vegna þess að þær voru endurteknar. Árið áður bárust alls 42 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu,14 umsóknum var synjað og einn fékk mannúðarleyfi. Árið 2021 voru 17 umsóknir og var ellefu synjað. Enginn fékk vernd. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hafnarfjörður Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Oscar Andres Florez Bocanegra kom til landsins fyrir tveimur árum. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Sonja segir Oscar afar blíðan og góðan dreng.Aðsend Í niðurstöðu kærunefndar í máli Oscars og fjölskyldu kemur fram að aðstæður í heimalandi séu ekki álitnar þannig að líf eða frelsi þeirra kann að vera í hættu. Kólumbía er þó ekki eitt þeirra ríkja sem er flokkað sem öruggt af Útlendingastofnun. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Önnur systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför, hún er 19 ára Hin systir hans er einnig á Bæjarhrauni og verður flutt með föður sínum til Kólumbíu í dag, hún er tíu ára. Einn á Bæjarhrauni Oscar er eins og stendur, ásamt föður sínum, í úrræði ríkislögreglustjóra við Bæjarhraun og bíður þess að vera fluttur upp á flugvöll klukkan 13. Eftir það verður flogið með hann til Kólumbíu. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Oscars og segir að með brottvísun hans sé verið að brjóta ýmis lög. „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Hefur gert grín og beitt ofbeldi Samkvæmt upplýsingum frá fólki sem Oscar hefur dvalið hjá, Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannssyni, hefur Oscar greint þeim frá því að faðir hans hafi beitt sig margvíslegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi tekið hann kverkataki og herti að, sparkað í hann og einnig gert grín að honum og gert lítið úr honum. Búið er að kæra ofbeldið til lögreglu og var Oscar boðaður í skýrslutöku vegna málsins í sumar. Sonja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi miklar áhyggjur af andlegri líðan Oscars. Þau hafi reynt að fá að kveðja hann en ekki fengið leyfi til þess. „Það er algjörlega óumdeilanlegt að pabbi hans hefur beitt hann ofbeldi,“ segir Sonja. Ofbeldið hafi haft mikil áhrif á hann og hann glími til dæmis við mikinn kvíða. Fá ekki að kveðja hann „Hann er frá því í gær búinn að vera einn í herbergi á Bæjarhrauni. Það er enginn að hugsa um hann. Hann er með mikla áfallastreitu og svaf ekkert í nótt. Hann er mjög hræddur. Við fáum ekki að kveðja hann því við höfum ekki lagalega stöðu til þess,“ segir Sonja. Drengurinn hafi samt sem áður búið hjá þeim frá því í maí eftir að faðir hans sparkaði í hann. Sonja segir þau hafa hugsað um hann sem sitt eigið barn. „Það er með vitneskju lögreglunnar, útlendingastofnunnar og barnaverndar. Að er með vitneskju allra að hann búi hjá okkur. Okkar skilningur á þessu máli er þá bara orðinn þannig að það má berja hann, en ekki á Íslandi. Það á að halda þeim í sundur vegna ofbeldis, en samt senda hann úr landi með ofbeldismanninum,“ segir Sonja. Flestum umsóknum synjað Í gögnum Útlendingastofnunar fyrir síðustu ár kemur fram að í fyrra voru alls 58 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu. Tveir fengu vernd eftir efnismeðferð en langflestum var synjað í efnismeðferð, eða 38. Þá fengu 12 umsóknir önnur lok auk þess sem fimm umsóknum var vísað frá vegna þess að þær voru endurteknar. Árið áður bárust alls 42 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu,14 umsóknum var synjað og einn fékk mannúðarleyfi. Árið 2021 voru 17 umsóknir og var ellefu synjað. Enginn fékk vernd.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hafnarfjörður Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Sjá meira
Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22