Óli Björn hættir á þingi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 16:22 Óli Björn kallar þetta gott á þingi, og þakkar fyrir sig. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. Hann segir ákvörðunina hafa legið fyrir í nokkurn tíma. Frá þessu greinir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Takk fyrir allt“. Þar segir hann sérstaklega ánægjulegt að hafa notið þess trausts og trúnaðar að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og fyrir það sé hann þakklátur. Óli Björn var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum, árið 2021. Stundum reynt á þolrifin „Í starfi mínu sem þingmaður hef ég byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins – að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Og það hefur á stundum reynt á þolrifin. Fram undan eru mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en hefur náð vopnum sínum aftur. Gangi frambjóðendur og við sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn til verka af sannfæringu og með sjálfstraust óttast ég ekki dóm kjósenda,“ skrifar hann. „Takk fyrir mig“ Hann muni gera sitt til þess að tryggja góðan árangur, og segir frambjóðendur flokksins þurfa fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. „Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land. Takk fyrir mig.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31 Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Frá þessu greinir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Takk fyrir allt“. Þar segir hann sérstaklega ánægjulegt að hafa notið þess trausts og trúnaðar að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og fyrir það sé hann þakklátur. Óli Björn var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum, árið 2021. Stundum reynt á þolrifin „Í starfi mínu sem þingmaður hef ég byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins – að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Og það hefur á stundum reynt á þolrifin. Fram undan eru mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en hefur náð vopnum sínum aftur. Gangi frambjóðendur og við sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn til verka af sannfæringu og með sjálfstraust óttast ég ekki dóm kjósenda,“ skrifar hann. „Takk fyrir mig“ Hann muni gera sitt til þess að tryggja góðan árangur, og segir frambjóðendur flokksins þurfa fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. „Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land. Takk fyrir mig.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31 Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20
Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31
Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37