Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2024 17:45 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að segja gott komið með þingmennsku. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar. Það gerir hún með stuttum pistli á Facebook. Þar segir hún að talsverðar breytingar hafi orðið á sínu lífi fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Ég hafði á umliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi.“ Steinunn segir starfið hafa gefið sér færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verði hún að eilífu þakklát. „Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt - en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ Þá víkur Steinunn að því að eftir talsverða umhugsun hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að nú sé komið gott, hún ætlar ekki að bjóða sig fram til forystu í komandi kosningum. „Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu - sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ Steinunn Þóra segir að endingu að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og segist sannfærð um að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni ná góðum árangri í kosningunum. Félögum sínum í þingflokki þakkar hún frábært samstarf í gegnum tíðina. Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Það gerir hún með stuttum pistli á Facebook. Þar segir hún að talsverðar breytingar hafi orðið á sínu lífi fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Ég hafði á umliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi.“ Steinunn segir starfið hafa gefið sér færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verði hún að eilífu þakklát. „Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt - en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ Þá víkur Steinunn að því að eftir talsverða umhugsun hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að nú sé komið gott, hún ætlar ekki að bjóða sig fram til forystu í komandi kosningum. „Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu - sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ Steinunn Þóra segir að endingu að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og segist sannfærð um að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni ná góðum árangri í kosningunum. Félögum sínum í þingflokki þakkar hún frábært samstarf í gegnum tíðina.
Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira