Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. október 2024 09:58 Snorri Másson, ritstjóri Ritstjórans, vill oddvitasæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira