„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 18:05 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var kampakátur með sigurinn. Vísir/Pawel Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. „Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“