Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Samkaup 24. október 2024 08:49 Ásdís Ragna Valdimarsdóttir, markaðsstjóri Kjörbúða, Krambúða og Icelandverslana hjá Samkaupum og Helga Dís Jakobsdóttur, markaðs- og upplifunarstjóra Nettó eru báðar óléttar. Þær segja meðgönguna gera þær meðvitaðri um innihaldsefni. vilhelm Verðandi foreldrar verða gjarnan uppteknir af því spennandi ferli sem meðgangan er. Ábyrgðin sem fylgir ungbarni segir einnig sterkt til sín og allt í einu fara innihaldsefni vara sem ætlaðar eru börnum og mæðrum á meðgöngu að skipta máli. Þær Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Ásdís Ragna Valdimarsdóttir, markaðsstjóri Kjörbúða, Krambúða og Iceland taka undir þetta. Þær eru báðar óléttar og kannast vel við að meðgangan setji sterkan svip á lífið og vekji fólk til umhugsunar. Soðið pasta með tómatsósu „Ég fór að hlusta á öll hlaðvörp um meðgöngu, er í facebook hóp og fer í meðgöngusund. Ég hélt líka að ég yrði eingöngu í hollustunni þegar ég varð ólétt en ég uppfylli reyndar enga glansmynd þar, ég vildi bara soðið pasta með tómatsósu og drakk þrjá capri sun á dag,“ segir Helga Dís sposk en hún gengur með sitt fyrsta barn. Hún segir fyrstu tólf vikurnar hafa einkennst af óstjórnlegri þreytu eins og algengt er og líkaminn hafi kallað á einfalda orku. Pítsa með skinku hafi ansi oft verið á matseðlinum. Keyrir til Reykjavíkur til að komast í ananasvélina „Ég hefði ekki trúað að svona mikil þreyta væri til, ég gat sofnað standandi. En það gekk yfir um leið og 12 vikurnar voru liðnar og nú þegar bumban er komin og hreyfingarnar er ég meðvituð um að ég er að búa til annan einstakling. Þá pæli ég meira í hvað ég er að setja ofan mig,“ segir hún. Spurð hvort hún hafi einhverja óvenjulega löngun í einhvern mat eða craving nefnir hún bláber og ananas. „Ég geri mér meira að segja sérferð í bæinn frá Suðurnesjunum í Nettó í Mjódd því þar er sérstök vél sem þú setur bara heilan ananas í og færð hann niðurskorinn úr vélinni,“ segir Helga. „Ég er frekar „boring“ ólétt kona“ Ásdís, sem er komin í fæðingarorlof og stutt í að barnið komi í heiminn, kannast líka við mikla orkuþörf fyrstu vikurnar og þá hafi kolvetnarík fæða verið efst á vinsældalistanum. Hún en kannast ekki við neina óvenjulega matarlöngun. „Ég sæki ekki í neitt sérstakt eða óvenjulegan mat. Ég er frekar “boring” ólétt kona,“ segir hún hlæjandi en þetta er hennar önnur meðganga svo hún er með reynslu. Eftir að kolvetnatímabilinu lauk hafi venjulegt mataræði tekið við. Almenn vitundarvakning „Í óléttunni er maður inni í búbblu og pælir óneitanlega meira í þessum hlutum en aðrir. En það er samt almennt mikil vitundarvakning um þessa hluti sem er af hinu góða. Í dag er góður aðgangur að vörum með umhverfisvottun og þær eru á góðu verði. Það er ekki dýrara að velja hollari kostinn í dag. Mér finnst ungt fólk einnig meðvitaðra um eiturefni í fatnaði og öðrum vörum fyrir börn og að það sé ekki þess virði, þó það sé freistandi, að kaupa hræódýrar vörur til dæmis á netinu,“ segir Ásdís. Sjálf hallist hún að því að kaupa sem minnst og reyna að endurnýta ef hægt er. „Ég hef ekki verið að kaupa mér sérstakar meðgönguvörur heldur reyni að nýta fötin mín sem mest. Mæli þó með því að kaupa góðar buxur þegar allt annað er hætt að passa. Ég er enginn yfirlýstur umhverfissinni en maður þroskast og vill takmarka neyslu. Ég finn alveg mun á kauphegðun minni núna og á fyrstu meðgöngunni. Þá var ég mjög upptekin af því hvað var að gerast í hverri viku í óléttuappinu og það var hægt að selja mér allt. Ég keypti allt of mikið af fötum og barnavörum,“ segir Ásdís hlæjandi en þar með átti hún auðvitað ýmislegt til fyrir næsta barn. „Tíminn hefur líka bara liðið hraðar á þessari meðgöngu, ég var nýlega byrjuð í þessu starfi þegar ég varð ólétt svo hugurinn var við vinnuna. Ég keypti ekkert fyrstu sex mánuðina,“ segir Ásdís. Þær Ásdís Ragna og Helga Dís nota báðar vörurnar frá Anglamark en þær eru Svansvottaðar og án auka - og ilmefna. Hvaða efni setjum við næst okkur og beint á húðina? Helga tekur undir með Ásdísi að almennt sé mikil umræða um eiturefni. „Það er mikil vakning um eiturefni í fötum og bleium og hægt að tala um byltingu í taubleium. Eins í öllum þessum kremum sem við notum, hvað erum við að setja á börnin okkar og á okkur? Einnig má nefna handsápu sem við notum mörgum sinnum á dag. Ég er sjálf mikill ofnæmispési og passa vel hvað ég set á húðina,“ segir Helga. En hvaða vörur eru þær að nota? Svansvottaðar vörur án ilm- og aukaefna „Ég kynntist Anglamark merkinu þegar ég fór að vinna í Nettó,“ segir Helga en vörurnar fást í verslunum Samkaupa. „Þetta eru Svansvottaðar snyrtivörur og barnavörur, án ilmefna og aukaefna. Ég nefni sérstaklega kuldakremið frá Anglamark sem inniheldur ekki vatn eins og mörg kuldakrem gera. Ég hef til dæmis aldrei getað farið í sund á veturna vegna exems en nú finn ég ekki fyrir neinu ef ég nota kuldakremið frá Anglamark. Ég ber það á andlitið á mér nú þegar farið er að kólna og gæti ekki verið án þess. Ásdís segist einnig nota krem frá Anglamark við exemi og hefur góða reynslu af barnavörunum. „Ég kynntist Anglamark merkinu fyrir nokkrum árum þegar ég flutti til Danmerkur með dóttur mína þá tíu mánaða. Ég vildi ekki setja nein skaðleg efni á hana og Anglamark vörurnar eru mjög vinsælar á Norðurlöndunum. Þar, eins og hér er mikil umræða um innihaldsefni, ofnæmisprófaðar vörur og Svansvottun. Í Danmörku notaði ég m.a bleiur frá Anglamark og þegar ég flutti heim sá ég merkið í Samkaup.“ Ásdís segir mikilvægt að tryggja gott aðgengi að ofnæmisprófuðum og umhverfisvænum vörum og Samkaup leggi áherslu á það. Gott úrval á landsbyggðinni hjá Kjörbúðunum „Fólk á landsbyggðinni er ekki með eins gott aðgengi og oft er Kjörbúðin eina búðin á svæðinu. Ég sé um sextán Kjörbúðir úti á landi og það er gott að geta boðið upp á úrval af þessu Svansvottaða vörumerki. Vörurnar eru á sambærilegu verði og á höfuðborgarsvæðinu, landsbyggðin er ekki að borga hærra verð,“ segir Ásdís. „Við viljum taka þátt í samfélaginu á hverjum stað og erum til dæmis nýbúin að setja af stað verkefni með Fjarðabyggð þar sem við gefum öllum fjölskyldum sem eru að eignast barn vöggugujöf frá Kjörbúðinni. Gjöfin inniheldur allt sem þarf fyrir fyrstu vikuna; bleiur, blautþurrkur, krem, snuð og fleiri vörur fyrir móður og barn, allt frá Anglamark," segir Ásdís. Uppáhaldsvörur Helgu Anglamark kuldakremið Anglamark bómullarskífur og eyrnapinnar Anglamark sturtu- og handsápan Berin frá Eat me Uppáhaldsvörur Ásdísar Anglamark þvottaefni Anglamark bleiurnar Anglamark body-lotion og rakakrem Anglamark lekahlífar fyrir brjóstagjöfina og Anglamark nipple-cream Heilsa Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Þær Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Ásdís Ragna Valdimarsdóttir, markaðsstjóri Kjörbúða, Krambúða og Iceland taka undir þetta. Þær eru báðar óléttar og kannast vel við að meðgangan setji sterkan svip á lífið og vekji fólk til umhugsunar. Soðið pasta með tómatsósu „Ég fór að hlusta á öll hlaðvörp um meðgöngu, er í facebook hóp og fer í meðgöngusund. Ég hélt líka að ég yrði eingöngu í hollustunni þegar ég varð ólétt en ég uppfylli reyndar enga glansmynd þar, ég vildi bara soðið pasta með tómatsósu og drakk þrjá capri sun á dag,“ segir Helga Dís sposk en hún gengur með sitt fyrsta barn. Hún segir fyrstu tólf vikurnar hafa einkennst af óstjórnlegri þreytu eins og algengt er og líkaminn hafi kallað á einfalda orku. Pítsa með skinku hafi ansi oft verið á matseðlinum. Keyrir til Reykjavíkur til að komast í ananasvélina „Ég hefði ekki trúað að svona mikil þreyta væri til, ég gat sofnað standandi. En það gekk yfir um leið og 12 vikurnar voru liðnar og nú þegar bumban er komin og hreyfingarnar er ég meðvituð um að ég er að búa til annan einstakling. Þá pæli ég meira í hvað ég er að setja ofan mig,“ segir hún. Spurð hvort hún hafi einhverja óvenjulega löngun í einhvern mat eða craving nefnir hún bláber og ananas. „Ég geri mér meira að segja sérferð í bæinn frá Suðurnesjunum í Nettó í Mjódd því þar er sérstök vél sem þú setur bara heilan ananas í og færð hann niðurskorinn úr vélinni,“ segir Helga. „Ég er frekar „boring“ ólétt kona“ Ásdís, sem er komin í fæðingarorlof og stutt í að barnið komi í heiminn, kannast líka við mikla orkuþörf fyrstu vikurnar og þá hafi kolvetnarík fæða verið efst á vinsældalistanum. Hún en kannast ekki við neina óvenjulega matarlöngun. „Ég sæki ekki í neitt sérstakt eða óvenjulegan mat. Ég er frekar “boring” ólétt kona,“ segir hún hlæjandi en þetta er hennar önnur meðganga svo hún er með reynslu. Eftir að kolvetnatímabilinu lauk hafi venjulegt mataræði tekið við. Almenn vitundarvakning „Í óléttunni er maður inni í búbblu og pælir óneitanlega meira í þessum hlutum en aðrir. En það er samt almennt mikil vitundarvakning um þessa hluti sem er af hinu góða. Í dag er góður aðgangur að vörum með umhverfisvottun og þær eru á góðu verði. Það er ekki dýrara að velja hollari kostinn í dag. Mér finnst ungt fólk einnig meðvitaðra um eiturefni í fatnaði og öðrum vörum fyrir börn og að það sé ekki þess virði, þó það sé freistandi, að kaupa hræódýrar vörur til dæmis á netinu,“ segir Ásdís. Sjálf hallist hún að því að kaupa sem minnst og reyna að endurnýta ef hægt er. „Ég hef ekki verið að kaupa mér sérstakar meðgönguvörur heldur reyni að nýta fötin mín sem mest. Mæli þó með því að kaupa góðar buxur þegar allt annað er hætt að passa. Ég er enginn yfirlýstur umhverfissinni en maður þroskast og vill takmarka neyslu. Ég finn alveg mun á kauphegðun minni núna og á fyrstu meðgöngunni. Þá var ég mjög upptekin af því hvað var að gerast í hverri viku í óléttuappinu og það var hægt að selja mér allt. Ég keypti allt of mikið af fötum og barnavörum,“ segir Ásdís hlæjandi en þar með átti hún auðvitað ýmislegt til fyrir næsta barn. „Tíminn hefur líka bara liðið hraðar á þessari meðgöngu, ég var nýlega byrjuð í þessu starfi þegar ég varð ólétt svo hugurinn var við vinnuna. Ég keypti ekkert fyrstu sex mánuðina,“ segir Ásdís. Þær Ásdís Ragna og Helga Dís nota báðar vörurnar frá Anglamark en þær eru Svansvottaðar og án auka - og ilmefna. Hvaða efni setjum við næst okkur og beint á húðina? Helga tekur undir með Ásdísi að almennt sé mikil umræða um eiturefni. „Það er mikil vakning um eiturefni í fötum og bleium og hægt að tala um byltingu í taubleium. Eins í öllum þessum kremum sem við notum, hvað erum við að setja á börnin okkar og á okkur? Einnig má nefna handsápu sem við notum mörgum sinnum á dag. Ég er sjálf mikill ofnæmispési og passa vel hvað ég set á húðina,“ segir Helga. En hvaða vörur eru þær að nota? Svansvottaðar vörur án ilm- og aukaefna „Ég kynntist Anglamark merkinu þegar ég fór að vinna í Nettó,“ segir Helga en vörurnar fást í verslunum Samkaupa. „Þetta eru Svansvottaðar snyrtivörur og barnavörur, án ilmefna og aukaefna. Ég nefni sérstaklega kuldakremið frá Anglamark sem inniheldur ekki vatn eins og mörg kuldakrem gera. Ég hef til dæmis aldrei getað farið í sund á veturna vegna exems en nú finn ég ekki fyrir neinu ef ég nota kuldakremið frá Anglamark. Ég ber það á andlitið á mér nú þegar farið er að kólna og gæti ekki verið án þess. Ásdís segist einnig nota krem frá Anglamark við exemi og hefur góða reynslu af barnavörunum. „Ég kynntist Anglamark merkinu fyrir nokkrum árum þegar ég flutti til Danmerkur með dóttur mína þá tíu mánaða. Ég vildi ekki setja nein skaðleg efni á hana og Anglamark vörurnar eru mjög vinsælar á Norðurlöndunum. Þar, eins og hér er mikil umræða um innihaldsefni, ofnæmisprófaðar vörur og Svansvottun. Í Danmörku notaði ég m.a bleiur frá Anglamark og þegar ég flutti heim sá ég merkið í Samkaup.“ Ásdís segir mikilvægt að tryggja gott aðgengi að ofnæmisprófuðum og umhverfisvænum vörum og Samkaup leggi áherslu á það. Gott úrval á landsbyggðinni hjá Kjörbúðunum „Fólk á landsbyggðinni er ekki með eins gott aðgengi og oft er Kjörbúðin eina búðin á svæðinu. Ég sé um sextán Kjörbúðir úti á landi og það er gott að geta boðið upp á úrval af þessu Svansvottaða vörumerki. Vörurnar eru á sambærilegu verði og á höfuðborgarsvæðinu, landsbyggðin er ekki að borga hærra verð,“ segir Ásdís. „Við viljum taka þátt í samfélaginu á hverjum stað og erum til dæmis nýbúin að setja af stað verkefni með Fjarðabyggð þar sem við gefum öllum fjölskyldum sem eru að eignast barn vöggugujöf frá Kjörbúðinni. Gjöfin inniheldur allt sem þarf fyrir fyrstu vikuna; bleiur, blautþurrkur, krem, snuð og fleiri vörur fyrir móður og barn, allt frá Anglamark," segir Ásdís. Uppáhaldsvörur Helgu Anglamark kuldakremið Anglamark bómullarskífur og eyrnapinnar Anglamark sturtu- og handsápan Berin frá Eat me Uppáhaldsvörur Ásdísar Anglamark þvottaefni Anglamark bleiurnar Anglamark body-lotion og rakakrem Anglamark lekahlífar fyrir brjóstagjöfina og Anglamark nipple-cream
Heilsa Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira