Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2024 21:26 Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Bjarni Einarsson Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55
Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21