„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 17:47 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjáflari Víkings, á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. „Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
„Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira