Innlent

Hanna Katrín, Pawel og Grímur efst á lista Við­reisnar í Reykja­vík norður

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Grímur Grímsson, Hanna Katrín Friðriksson og Pawel Bartoszek. 
Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Grímur Grímsson, Hanna Katrín Friðriksson og Pawel Bartoszek.  Viðreisn

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaborgarfulltrúi. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur.

Tillaga uppstillingarnefndar flokksins í Reykjavík var kynnt og samþykkt á fundi landshlutaráðs í kvöld. Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta.

Haft er eftir Hönnu Katrínu að hún sé fyrst og fremst þakklát fyrir það mikla traust sem henni er sýnt.

„Svo er ég algjörlega í skýjunum með þennan sterka og fjölbreytta lista sem við erum að tefla fram. Það verður óhemju gaman að fara inn í þessa kosningabaráttu með öllu þessu frábæra fólki. Viðreisn hefur nýtt tímann vel undanfarin ár. Við höfum hlustað á fólkið og erum, í þeim anda, að setja fram lausnir sem fólk hefur kallað eftir úti í samfélaginu um árabil. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi vikum. Við hreinlega iðum í skinninu,“ segir Hanna Katrín.

Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni:

  1. Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður
  2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
  3. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
  4. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur
  5. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur
  6. Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála
  7. Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur
  8. Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri
  9. Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri
  10. Noorina Khalikyar, læknir
  11. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
  12. Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri
  13. Natan Kolbeinsson, sölumaður
  14. Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  15. Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri
  16. Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi
  17. Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi
  18. Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR
  19. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
  20. Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi
  21. Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður
  22. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×