Innlent

Kunnug­leg and­lit á lista Fram­sóknar í Norð­vestur­kjör­dæmi

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skipar fyrsta sæti listans.
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skipar fyrsta sæti listans. vísir/Arnar

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, skipar fyrsta sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi kom saman klukkan 18 í dag og hefur samþykkt framboðslista.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn. Kunnuleg andlit eru á listanum en í efstu þremur sætunum eru þingmenn Framsóknar frá liðnu kjörtímabili. Í öðru sæti listans er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Í öðru sæti er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður frá Borgarfirði.AÐSEND

Í þriðja sæti er Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður, í fjórða sæti er Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar á Akranesi og í fimmta sæti er Þorgils Magnússon, varaþingmaður, Húnabyggð.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Listan í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

  1. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Sauðárkróki
  2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður Borgarnesi
  3. Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Flateyri
  4. Ragnar Baldvin Sæmundsson, bæjarfulltrúi Akranesi
  5. Þorgils Magnússon byggingatæknifræðingur, blönduósi
  6. Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi Sauðárkróki
  7. Steinunn Guðmundsdóttir, vélvirkjanemi og nemi í Véliðnfræði við HR Akranesi
  8. Garðar Freyr Vilhjálmsson, mjólkurfræðingur Dalabyggð
  9. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, málstjóri farsældarbarna Bolungarvík
  10. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hólmavík
  11. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Ísafirði
  12. Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitastjóra Dalabyggð
  13. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Akranesi
  14. Sveinn Bernódusson, stálsmíðameistari Bolungarvík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×