Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Lestrarklefinn og Jana Hjörvar 31. október 2024 08:45 Jana Hjörvar fjallar um nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur í Lestrarklefanum. Á menningarvefnum Lestrarklefinn er fjallað um allskonar bækur allt frá fræðibókum til fagurbókmennta. Jana Hjörvar fjallar hér um skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur, Þegar sannleikurinn sefur. Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira